Metfjöldi nemenda í framhalds- og háskólum haustið 2008

 
Hagstofa Íslands hefur tekið saman yfirlit yfir fjölda skráðra nemenda í framhaldsskólum, sérskólum og háskólum á Íslandi haustið 2008. Haustið 2008 voru alls 47.282 nemendur skráðir til náms í framhaldsskólum og háskólum hér á landi. Í framhaldsskóla voru skráðir 29.271 nemendur og 18.011 nemendur í háskóla. Sjá nánar á vef Hagstofunnar:
www.hagstofan.is/Pages/95?NewsID=4041