Grunnurinn sem er byggður upp á Netinu, ber nafnið Koski og er hluti af langtíma stefnu um að auðvelda aðgengi að prófum og upplýsingum um rétt til náms. Allir hlutar kerfisins hafa enn ekki verið virkjaðir en stefnt er að því að svo verði síðar í vor í tengslum við endurnýjun þjónustu á vefnum Min Studieinfo. Þegar er áætlað að útvíkka Koski til dæmis með dæmum úr alþýðufræðslunni.
Koski inniheldur upplýsingar um nám allra nemenda og stúdenta, allt frá námsárangri í einstökum greinum að afloknum prófgráðum. Þar er jafnframt að finna upplýsingar um hvaða nám viðkomandi hefur rétt á að sækja, meginefni þess náms sem lokið er og kröfur um þá þekkingu sem felst í prófgráðunum sem lokið er.
Reyndu Koski: https://koski.opintopolku.fi/koski/
Heimild: Menntamálastofnunin í Finnlandi