Mikill áhugi á fjarnámi

 

Afar mikill áhugi er fyrir fjarnáminu sem „Fjarlestrardepilin“ býður upp á. Ekki aðeins meðal íbúa eyjarinnar sem eru undir 4.000 heldur einnig meðal íbúa hvaðanæva  af eyjunum. Frá því að starfsemin hófst fyrir um mánuði síðan hafa starfmenn miðstöðvarinnar aðstoðað yfir 50 áhugasama nemendur um landið allt við að finna nám. Eitt af meginmarkmiðum miðstöðvarinnar er að koma á tengslum á milli námsmanna og menntastofnananna. Þar að auki býður miðstöðin upp á búnað sem gerir námsfólki kleift að fylgjast með fyrirlestrum á netinu, taka þátt í námskeiðum sem skipulögð eru af miðstöðinni, þiggja ráðgjöf og að vera virkir í námshópum með öðrum fjarnámsnemum.

Meira um starfsemi „Fjarlestrardepilins“ á slóðinni: http://fjarlestur.fo/