Mikill áhugi meðal unglinga á störfum á velferðarsviði

 

Samkvæmt könnun frá unglingabarómeternum finnst ungu fólki tilgangur með störfum sínum á velferðarsviði og að þeirra framlag skipti máli. Sex af hverjum tíu geta hugsað sér framtíð á sviðinu. Samband sveitarfélaga og héraðsþinga í Svíþjóð þarf að ráða um það bil hálfa milljón nýrra starfsmanna á næstu tíu árum.

Samband sveitarfélaga og héraðsþinga í Svíþjóð er vinnuveitandi nær 25% allra starfandi í landinu. Þar með er sambandið stærsti vinnuveitandi landsins. Nálægt 400 störf eru á sviðinu og meiri hluti þeirra krefst háskólamenntunar. Stærstu hóparnir eru sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar og kennarar. Samkvæmt viðhorfskönnunar meðal unglinga getur um það bil helmingur þeirra hugsað sér að starfa sem kennari eða leikskólakennari. Unga fólkinu finnst störfin á sviðinu spennandi, með góða framtíðarmöguleika og gott starfsumhverfi.

Meira