Mikill munur á þátttöku innflytjenda, karla og kvenna á vinnumarkaði

Að fjórum árum liðnum eftir að hafa fengið dvalarleyfi í Danmörku hafa aðeins 5 prósent kvenna fengið vinnu. Það er umtalsvert lægra en hlutfall karlkyns innflytjenda.

 
Af þeim eru nálægt 20 prósent í vinnu að fjórum árum liðnum. Kynjamismunur á milli atvinnuþátttöku fólks af dönskum uppruna er lítill og þátttaka beggja kynja er há.
Fjölmargar ástæður eru fyrir því að þátttaka kvenkyns innflytjenda er lítil, meðal annars skortur á starfsreynslu, menningarmunur á hlutverki kynjanna og skilningur á aldri. Flóttamana konur gjalda lítilli atvinnuþátttöku háu verði – og samfélagið einnig er haft eftir Jan Rose Skaksen stjórnanda rannsókna hjá Rockwool sjóðnum.
Greininguna gerði Lars Larsen frá greininga- og ráðgjafafyrirtækinu LG Insight,
Nánar: