Mikill skortur á starfsfólki á mörgum starfssviðum í framtíðinni

Í skýrslu sænsku hagstofunnar (SCB) um spár og hneigðir 2017 kemur fram að gert er ráð fyrir að eftirspurn eftir vinnuafli muni aukast umtalsvert hjá hinu opinbera fram til ársins 2035.

 

Samkvæmt spánni er enn fyrirsjáanlegur skortur á sviði menntunar. Mikill skortur á menntuðum starfsmenntakennurum, fagkennurum, grunnskólakennurum, leikskólakennurum og frístundaleiðbeinendum verður viðvarandi. Þá verður einnig skortur á starfsfólki með starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Mestur verður þó skorturinn á starfsfólki á sviði hjúkrunar og umönnunar bæði með menntun á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Orsök þessa mikla skorts á ótal sviðum er aukin fjöldi íbúa með umtalsverðri fjölgun, barna, unglinga og fullorðinna.

Meira