Mikilvægt fyrir atvinnurekendur að finna nauðsynlega hæfni til þess að koma efnahagslífinu í gang að loknum faraldrinum

Gera á fleiri atvinnuleitendum kleift að leggja stund á nám á atvinnuleysisbótum.

 
Mynd: Christina Morillo Mynd: Christina Morillo

Um það bil þriðjungur skráðra atvinnuleitenda hefur ekki lokið námi í framhaldsskóla. Á sama tíma er skortur á menntuðu starfsfólki á mörgum sviðum. Þess vegna hefur sænska ríkisstjórnin beint tilmælum til vinnumálastofnunarinnar um að lengja tímabil með bótum frá atvinnumissi í hefðbundið nám eða nám við lýðskóla. Nú hefur ríkisstjórnin einnig ákveðið að víkka út tækifæri atvinnuleitenda til þess að leggja stund á nám í eitt ár og halda áfram fjárhagsstuðningi ef það er hvatning til þess að fá atvinnu.

- Þegar hagkerfið fer aftur í gang eftir faraldurinn munu atvinnurekendur hafa þörf fyrir rétta hæfni. Um leið munu tækifæri fólks til þess að sækja um störf ráðast af því að það búi yfir þeirri þekkingu og færni sem eftirspurn er eftir. Nú verður fleiri atvinnuleitendum kleift að leggja stund á nám á bótum ef Vinnumálastofnun telur að þörf sé fyrir námið til þess að fá atvinnu, segir Eva Nordmark, atvinnumálaráðherra.

- Menntun er afgerandi þáttur í viðspyrnu sænska hagkerfisins og til þess að virkja fólk á vinnumarkaði. Við höfum aukið framlög til hæfnieflingar og fjölgað nemaplássum umtalsvert á síðustu árum. Það mun gagnast okkur vel nú þegar við þurfum að auka ferðina, segir Anna Ekström, menntamálaráðherra.

Lestu meira hér