Mikilvægt stjórnarfrumvarp

„Frá því að vera utangátta til annars tækifæris“ er titill nýs stjórnarfrumvarps sem beðið hefur verið eftir!

 
Aðgerðirnar sem grípa á til eiga að veita fullorðnum aukin tækifæri til þess að efla færni sína, fjölga námstækifærum og fá raunfærni sína viðurkennda. Markmiðið er að hver einstaklingur eiga að búa yfir færni sem veitir traust og varanleg tengsl við vinnumarkað. Til þess að ná markmiðinu er þörf fyrir heildarkerfi fyrir fullorðna sem hafa litla menntun, skortir grunnleikni og búa yfir færni sem ekki hefur verið viðurkennd.
Meginatriðin eru: Betri kennsla í grunnleikni. Betri tækifæri til framhaldsmenntunar. Aukin gæði kennslu  í sérstökum tilboðum fyrir innflytjendur. 
Fleiri ráðuneyti standa að frumvarpinu; þekkingarráðuneytið, atvinnu- og félagsmálaráðuneytið og dóms- og öryggismálaráðuneytið.