Mikilvæg viðurkenning veitt í fyrsta skipti

 
Prófessor Tore Linné Eriksen og fyrsti amanuensis Ingeborg Marie Helgeland tóku á móti Miðlunarverðlaununum 2007 því þau hafa miðlað og komið þekkingu á framfæri á framúrskarandi hátt til fagaðila, samfélags og atvinnulífs. Skv. formanni dómnefndar,  Per Arne Olsen, hafa verið færðar sönnur á það að verðlaunahafarnir séu góðum kostum gæddir hvað varðar faglega miðlun þekkingar og  nýti sér fjölbreyttar samskiptaleiðir  og tjáningarform svo eftir er tekið. Helgeland segir fólki, sem sjaldan er hlustað á í samfélaginu, lífssögur á afar góðan máta. Tore Linné Eriksen hefur um áraraðir sinnt faglegri miðlun á sviði þróunar- og heimssögu og valið til þess  fjölbreyttar miðlunarleiðir.