Mikilvægt skref til að hvetja fólk til náms

 
Ríkisstjórnin samþykkti fyrir skömmu tillögu félags- og tryggingamálaráðherra og menntamálaráðherra um breytingar á grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þessi aðgerð er liður í heildstæðri stefnumörkun sem nú á sér stað á vegum beggja ráðuneyta til að hvetja atvinnulausa til mennta og draga þannig úr atvinnuleysi og styðja við efnahagslega framþróun byggða á aukinni færni og þekkingu. Lykilatriði í því efni er að bæta menntaúrræði fyrir atvinnulausa og auðvelda atvinnulausum með ýmsum hætti að hefja nám. Sérstök áhersla er nú lögð á þróun menntaúrræða fyrir þann hóp atvinnulausra sem einungis hefur lokið grunnskólaprófi en sá hópur er fjölmennastur á atvinnuleysisskrá. Búist er við tillögum í því efni á næstu vikum.
www.lin.is/Forsida.html