Minni áhersla á menntun starfsfólks

 


Annarhver einstaklingur á aldrinum 18 - 64 ára tók þátt í fullorðinsfræðslu á árinu 2012. Fjöldi þátttakanda og hlutfall af fullorðnum meðal finsku þjóðarinnar hefur haldið sér á svipuðum nótum frá árinu 2000, en fjöldi menntunardaga fyrir hvern einstakling hefur minnkað um næstum því fjóra daga frá 2000 til 2012.

Fjöldi menntunardaga hefur minnkað, fyrst og fremst, vegna þess að fyrirtækin leggja minni áherslu á menntun starfsmanna sinna. Á toppárinu 2000 voru að meðaltali notaðir 12,6 dagar á hvern þátttakanda í fullorðinsfræðslu, en tilsvarandi tala árið 2012 var 8,9 dagar. Upplýsingarnar eru að finna í Fullorðinsfræðslurannsókninni 2012, sem er samvinnuverkefni milli finsku Hagstofunnar og Mennta- og menningarráðuneytisins, ásamt hluta af fullorðinsfræðslurannsóknar Evrópusambandsins.

Meira um þetta hér >>>