Minni stuðningur við fullorðinsfræðslu

Sænska ríkisstjórnin leggur til í frumvarpi sínu til fjárlaga 2017 að hámarkstími fyrir styrk til fullorðinsfræðslu verði styttur úr núverandi 19 mánuðum í 15 mánuði.

 

Grunnframlag styrksins lækki einnig um 15 prósent. Frumvarpið verður lagt fyrir sænska þjóðþingið  í haust og áætlað er að breytingarnar taki gildi frá og með næsta ári. Eftirspurn eftir styrkja til fullorðinsfræðslu hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Tæplega 9.000 manns fengu úthlutun árið 2010, en á síðasta ári hlutu 20.000 styrk.  Flestir sem nutu styrks vinna á félags- og heilbrigðissviði, við verslun eða í hjá hinu opinbera. Meiri hlutinn eru konur á aldrinum 30 til 40 ára.  

Meira

Meira