Mælt með stofnun starfsmenntaháskóla

 
Starfsmenntaháskólanum er ætlað að taka mið af þeirri starfsmenntun sem þegar er í boði eftir framhaldsskóla og byggja ofan á hana. Það er markvisst fagnám (s. kvalificerade yrkesutbildningen  KY), fagnám (s. påbyggnadsutbildning PU) innan fullorðinsfræðslu sveitarfélaganna, áfanganám (s. de kompletterande utbildningarna) ásamt iðnnámi fullorðinna í vissum starfsgreinu (s. lärlingsutbildningen för vuxna till vissa hantverksyrken), en þessir menntunarmöguleikar munu hverfa með tilkomu hins nýja Starfsmenntaháskóla. Þar að auki hafa verið ræddir möguleikar á  að hægt verði að færa styttra hagnýtt háskólanám yfir í Starfsmenntaháskólann. Einnig að starfsmenntun, sem er í boði á vegum lýðháskólanna, verði af sambærilegum gæðum og sú menntun sem fæst í Starfsmenntaháskólanum.
Lagt hefur verið til að tvenns konar próffyrirkomulag. Hið almenna lokapróf verður kallað starfsmenntaháskólapróf og er þess krafist að þátttakandinn hafi að fullu lokið því sem krafist er til þess að vera viðurkenndur í öllum atriðum menntunar sem er a.m.k. 60 vikur að lengd. Fyrir hæfnisstarfsmenntaháskólapróf verður krafist, annars vegar að menntunin vari í 80 vikur og hins vegar að minnst fjórðungur námstímans fari fram á vinnustað. Ennfremur er krafist prófavinnu og að skupuleggjandinn uppfylli vissar kröfur.
Meira á slóðinni www.regeringen.se/content/1/c6/10/13/62/6fb921b9.pdf