NVL's tengslanetið um formlega fullorðinsfræðslu (NVL-norrænt tengslanet um nám fullorðinna) fékk vorið 2007 það verkefni af SVL (Stýrihópi norrænu ráðherranefndarinnar um fullorðinsfræðslu) að gera yfirlit yfir möguleika fullorðinna til starfsmenntunar á Norðurlöndunum. Tilgangurinn fólst, fyrst og fremst, í því að lýsa möguleikum fullorðinna og aðgangi að starfsmenntun á Norðurlöndunum með tilliti til
* laga
* stofnana/skipuleggjenda og
* fjármagns
Yfirlitið nær yfir framhaldsskólastigið (upper-secondary vocational training) og meistaranám starfsnámsskóla (post upper-secondary vocational training). Nám á háskólastigi var ekki tekið með. Til þess að lýsa flóknu ferli nemandans á leiðinni – frá fundi með fræðslustofnun/námsráðgjafa að markmiðinu, t.d. atvinnu eða áframhaldandi námi – hafa verið skráð nokkur einkennandi tilfelli (cases). Skýrslan er aðgengileg á dönsku, norsku, ensku og sænsku.