Munu drengirnir lúta í lægra haldi í menntunarsamfélaginu?

 
Niðurstöður nýrra rannsókna á unglingum, benda til þess að nú séu að koma fram nýir minnihlutahópar í dönsku samfélagi: „Stúlkurnar æða fram í menntakerfinu og á vinnumarkaðnum. En það er einnig ljóst að karlar hljóta þau störf sem mestrar virðingar njóta og gefa mest í aðra hönd bæði hvað viðvíkur launum og starfslokasamningum. Samt sem áður eru sífellt fleiri þeirra sem heltast úr lestinni í færnisamfélagi nútímans drengir og karlmenn.“ Þannig hljómar boðskapur Rannsóknamiðstöðvar æskulýðsins í Danmörku sem er að undirbúa ráðstefnu þar sem aðalumfjöllunarefnið verður samspil þeirra þátta sem tengjast myndun minnihlutahópa drengja og karlmanna. Ráðstefnan verður haldin þann 15. maí 2007 í Danska kennaraháskólanum DPU.
Meira: www.cefu.dk