NVL á Grænlandi

Á Grænlandi er vaxandi áhugi á fullorðinsfræðslu og þróun á fyrirkomulagi hennar.

 

Þetta má meðal annars sjá á framhaldsskólastigi þar sem fullorðnum eldri en 23 ára hafa tækifæri til þess að taka tveggja ára undirbúningsnám fyrir fullorðna. Þar að auki er í boði nám í nokkrum iðngreinum sem ekki eru staðbundnar. Þar með fá ófaglærðir sem vilja ljúka einhverju námi tækifæri til þess að afla sér menntunar án þess að þurfa að flytja að heiman. Dæmi um slíkt er kennaranám sem kennt er í dreifnámi.

Í október hefst nýtt þverfaglegt þróunarverkefni, um menntun ófaglærðra á sviði umönnunar aldraðra. Verkefnið  er fjármagnað í samstarfi Peqqissaanermik Ilinniarfik hjúkrunarfræðiskólans, Kommuneqarfik Sermersooq og tveggja 2 ráðuneyta í heimastjórninni, mennta-, menningar- og vísinda- og kirkjumálaráðuneytisins og atvinnumálaráðuneytisins. Skilyrði til þess að fá inntöku í námið eru að vera eldri en 30 ára, hafa fimm ára reynslu á sviði umönnunar aldraðra, og hafa unnið vaktavinnu.

Auk þessara formlegu námsleiða beinast sjónir einnig að nýskapandi hugmyndum um fræðslu fullorðinna. Dagana 29. – 30. Ágúst stendur NVL fyrir málþingi um Nýskapandi fullorðinsfræðslu sem er meðal viðburða sem sýna að það eru hugmyndir um og vilji til að miðla innblæstri um fullorðinsfræðslu á Grænlandi.