NVL á fundið með fulltrúum um menntastefnu ESB

Norrænt tengslanet um nám fullorðinna hélt fund í Helsinki ásamt fulltrúum menntastefnu ESB á Norðurlöndunum.

 
Nýlega hittust fulltrúar í Norrænu tengslaneti um nám fullorðinna (NVL) og fulltrúar landanna fyrir stefnu ESB um fullorðinsfræðslu í Helsinki. Þetta var í fjórða skipti sem þessir tveir hópar hittast. Aðrir þátttakendur á fundinum voru fulltrúar finnska mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem boðuðu til fundarins. Hugmyndin er að á fundunum miðli fulltrúarnir upplýsingum, tengi netin og ræði sameiginleg málefni.  Fulltrúar menntastefnu ESB í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð kynntu á fundinum niðurstöður verkefna sem unnin höfðu verið með styrk frá sambandinu. Áhersla er á þá sem hafa stutt formlegt nám og eiga á hættu að lenda í jaðarhópum. Í Finnlandi hefur verið umfangsmikið samstarf við starfsmenntastofnanir sem hefur yfirskriftina: Áætlun um færni ungra fullorðinna. Góður árangur hefur náðst í verkefninu. Í Noregi er samhengi á milli stefnu ESB og norsku ríkisstjórnarinnar með stefnu hennar: Frá því að vera utangátta og að nýju tækifæri sem nýlega var kynnt. Áætlanir um umfangsmiklar aðgerðir hafa verið skipulagðar til þess að bæta grunnleikni íbúanna. Í Svíþjóð er átaki til þess að ná til einstaklinga með litla menntun að baki og hvetja þá til frekara náms einmitt lokið. Framundan er áhersla á mat á raunfærni.
 
Á fundinum komu fram fleiri tillögur um samstarf á milli mismunandi neta NVL og fulltrúa ESB. Meðal þeirra var dæmi þörf fyrir sameiginlega stefnu um móttöku og menntun nýrra innflytjenda.
Finnar fara með formennsku í samstarfi Norðurlandanna þetta ár. Ulla-Jill Karlsson frá mennta og menningarmálaráðuneytinu kynnti formennskuáætlun Finna, þar er lögð áhersla á vatn, náttúru og mannfólk.