Markmiðið með Road Map 2018 er að varpa ljósi á hvernig hægt er að beita raunfærnimati, allt frá kortlagningu, mati á færni og að því hvernig hægt er að nýta árangur þess ferlis bæði til gagns fyrir einstaklinginn og samfélagið. Í skýrslunni er sjónum beint að miðlægum þáttum sem verða að vera til staðar til þess að koma megi á skilvirku og árangursríku kerfi raunfærnimats. Hægt er að nota skýrsluna sem gátlista til að lýsa hver staða og þróun raunfærnimats er í landi, á tilgreindu svæði eða tengd menntakerfum. Jafnframt er hægt að bera saman þróun raunfærnimats í ólíkum löndum. Á þann hátt má bera kennsl á svið sem hægt er að betrumbæta og vonandi leiða þannig til þróunar. Skýrslan er komin út á ensku en sænsk þýðing verður aðgengileg í byrjun næsta árs.