NVL-net ráðleggur þríhliða samstarf – um þróun heildrænnar hæfnistefnu þjóða

NVL-netið um hæfni í og fyrir atvinnulífið leggur til að aðilar atvinnulífsins komi að þróun heildstæðrar langtíma hæfnistefnu þjóðar. Efla þarf tækifæri starfsfólks til þess að takast á við breytingar og vera lengur á vinnumarkaði og rík þörf er fyrir betri kerfi til þess að skilgreina þarfir atvinnulífsins fyrir hæfni.

 

Ný skýrsla frá NVL

Í skýrslu netsins: Hæfniþróun í atvinnulífinu. Ráð og hugleiðingar aðila atvinnulífsins (Kompetanseutveckling i arbetslivet. Rekommendationer och reflektioner från arbetsmarknadens parter) eru sjö ráð sem geta eflt nám fullorðinna í og fyrir atvinnulífið. Vinnan er takt við framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um samkeppnihæf, félagsleg og sjálfbær Norðurlönd.
Í netinu sátu fulltrúar frá launþega- og atvinnurekendasamtökum fimm Norðurlanda. Netið hefur staðið fyrir reglulegum fundum og málstofum frá 2018 til 2020 með það að markmiði að miðla reynslu, ræða áskoranir og varpa ljósi á ólíkar víddir sem styrkja eða standa í vegi fyrir menntandi atvinnulífi. 

Samantekt á ráðleggingum netsins

  1. Brýnt að aðilar atvinnulífsins komi að í mótun hæfnistefnu þjóðar.
  2. Hæfniþarfir atvinnulífsins leggja grunn bæði að formlegu og óformlegu námi sem og ævinámi.
  3. Upplýsingar um nám og aðgengi að náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna verður að vera sveigjanlegt og gott til þess að efla möguleika einstaklinga til að taka meðvitaðar og upplýstar ákvarðanir.
  4. Þörf er fyrir aukið stafrænt og sveigjanlegt nám bæði staðbundið og þvert á landamæri.
  5. Hvata fyrirtækja og einstaklinga til þess að veðja á færniþróun ætti að styrkja með því að draga fram gagnsemi (Return on Investment) og miðla þekkingu um virði hæfniþróunar – fyrir einstaklinga, stofnanir og samfélagið.
  6. Þörf er fyrir kortlagningu hæfni og raunfærnimat til þess að stuðla að markvissari hæfniþróun sem gagnast einstaklingum, fyrirtækjum og samfélögum.
  7. Enn er þörf fyrir aðgerðir til að efla grunnleikni fullorðinna og almenna starfshæfni – til þess að einstaklingar geti bætt sig alla starfsævina.

Rök netsins 

Hæfniþróun er margvíslegt og blæbrigðaríkt hugtak. Hæfnistefna þjóðar verður að ná yfir einstaklings- fyrirtækja- og samfélagsvið. Kortlagning hæfni og greining á þessum þremur sviðum á að leggja grunn að hæfniþróun einstaklinga, atvinnulífs/opinberrar þjónustu og fyrir samfélagið í heild. Í atvinnulífinu er þörf fyrir sveigjanleika til þess að hæfniþróun geti átt sér stað samhliða fullu starfi. Sama áskorun blasir við Norðurlöndunum öllum þar sem flest fyrirtæki eru annað hvort lítil eða meðalstór. Þetta veldur því að starfsfólks er svo fátt að erfitt getur reynst að vinna að hæfniþróun án þess að það komi niður á framleiðslu eða þjónustu. Tækniþróun og aðgengi að stafrænum verkfærum geta verið gagnleg. Forsenda þess er að allir búi yfir grunnleikni í upplýsingatækni. Þar að auki er hvatning til hæfniþróunar afar mikilvæg bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Netið bendir á mikilvægi þess að draga fram ávinning og virði með lýsingum á raunverulegum dæmum úr atvinnulífinu. Í skýrslunni eru einnig dæmi um hæfnipólitískar aðgerðir í löndunum, aðgerðir og stefnu á Norðurlöndunum.

Kórónufaraldurinn raungerir  

Þegar en kórónufaraldurinn skall á Norðurlöndunum af fullum þunga í mars 2020 var netið að ljúka störfum sínum. Mörg sjónarmið sem netið hefur varpað ljósi á hafa raungerst í kreppunni. Netið mun koma saman undir lok ársins 2020 til þess að miðla reynslu af þríhliðasamstarfi um aðgerðir til að efa hæfni á tímum heimsfaraldursins. 

Hægt er að hlaða skýrslunni niður hér.