NVL sýnir góðan árangur: Ársskýrsla NVL er komin út

 

Auk þess sem gerð er grein fyrir umfangsmikilli starfsemi NVL segja fulltrúar landanna frá starfseminni í löndunum og á sjálfstjórnarsvæðunum. Í viðauka með ársskýrslunni fylgir greinargott yfirlit yfir öll tengslanet á vegum NVL og samstarfsaðila.
Ársskýrslan 2010 sýnir að NVL hefur tekist að ná markmiðum sínum eins og þeim er lýst í starfsáætlun tengslanetsins. Með því „leggur NVL grundvöll að því að skila vel undirbúnum tillögum að stefnu um nám fullorðinna í Norðurlandasamstarfið  og í Norrænu löndunum“, telur Jan Ellertsen, framkvæmdastjóri.

Nánar á heimasíðu NVL