Nálægt 79.000 karlar eru utan við vinnumarkaðinn í Finnlandi

Í Finnlandi lítur út fyrir að næstum 79.000 karlar á vinnufærum aldri séu horfnir endanlega af vinnumarkaði, þetta staðfestir fulltrúanefnd atvinnulífsins (Eva).

 

Í þessum hópi er karlmenn á aldrinum 25–54 árs sem vinna ekki, leggja ekki stund á nám og þiggja ekki örorkubætur. Möguleikar þeirra  til þess að fá vinnu takmarkast meðal annars af langvinnu atvinnuleysi, lítilli menntun og lítilli reynslu á vinnumarkaði.

Eva staðfestir að ástæður fyrir atvinnuvandamálum karlmannanna séu að miklu leiti vegna breytinga í atvinnulífinu. Einkum hefur störfum í iðnaði fækkað og margir af þeim sem misst hafa vinnuna hafi ekki menntun umfram grunnskóla eða hafi aðra menntun sem ekki nægir lengur til þess að halda þeim á vinnumarkaði.

Karlmenn í þessari stöðu ættu að fá stuðning við að komast í nám og starf til þess að geta lokið námi og verið virkir á vinnumarkaði.

Meira