Nám er vinnandi vegur - Framhaldsskólarnir opnaðir og 1000 ný námstækifæri fyrir atvinnuleitendur

 

Öllum umsækjendum um nám í framhaldsskóla að 25 ára aldri sem uppfylla skilyrði verður tryggð skólavist í haust. Einnig verða sköpuð ný námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu velferðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra  um þetta á fundi sínum í dag. Áætluð útgjöld ríkissjóðs og Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna átaksins nema tæpum 7 milljörðum króna á árunum 2011-2014.

Nánar: Menntamalaraduneyti.is