Nám er vinnandi vegur - Styrkir til að efla starfsmenntun

 

Styrkjunum er ætlað að efla starfstengt nám á framhalds- og háskólastigi og í framhaldsfræðslu. Veittir verða styrkir til verkefna í fjórum málaflokkum: Samstarfsverkefni aðila úr atvinnulífi og skólum til þess að þróa, koma á laggirnar og tilraunakenna námsbraut á 4. þrepi, með opnum leiðum til áframhaldandi náms á háskólastigi. Styrkir til að búa til nýjar eða endurskoða 2ja ára starfsnámsbrautir sem lýkur með lokaprófi með möguleika á frekara námi á viðkomandi sviði.Samstarfsverkefni fyrirtækja/stofnana og fræðsluaðila og styrki á sviði starfsmenntarannsókna.

Meira: www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7607