Nám í brennidepli á ráðstefnu NFF dagana 18. og 19. nóvember 2008

 
NÁM er þema á ráðstefnu NFF (Norsk samtök fyrir fjarkennslu og sveigjanlegt nám) sem fer fram í Høgskolen í Osló þann 18. og 19. nóvember. Hvernig fer nám fram? Hvað hefur áhrif á að nám eigi sér stað? Hvernig á að aðlaga fræðsluna að þörfum einstaklinga? Er sveigjanlegt skipulag náms nauðsyn? Hefur netið og upplýsingatæknin áhrif á nám? Börn læra á tölvur upp á eigin spýtur – er kennsla óþörf? Áhrifavaldarnir og álitamálin eru mörg og spennandi.  Ráðstefnan er skipulögð af NFF í samstarfi við Høgskólann í Osló, Norgesuniversitetet, NKS, NKI, ABM-utvikling og REN.
Frekari upplýsingar fást hjá Torhild Slaatto, slaatto(ät)nade-nff.no