Ævimenntun og aðlögun var meginþema margra málstofa og umræðna og meðal þátttakenda í mörgum voru áhrifamiklir stjórnmálamenn. Fyrsta deginum lauk með fyrstu umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna á kosningaárinu, en annar dagurinn var helgaður menntun.
Arendalsvikan var haldin í fyrsta skipti árið 2011, og hefur á skömmum tíma öðlast sess sem stærsti samkomustaður fyrir kappræður um stjórnmál og lýðræði. Viðburðurinn er sama eðlis og Almedalsvikan í Svíþjóð og Fundur fólksins á Borgundarhólmi í Danmörku.
Með auknum kröfum um færniþróun og breytingum á vinnumarkaði hefur hlutur ævimenntunar í dagskránni vaxið.
Hvað þarf til að allir taki þátt í mismunandi námstilboðum? Hvernig er best að skipuleggja nám til þess að það sé aðgengilegt fyrir sem flesta fullorðna í nýjum markhópum? Er eitthvað í fyrirkomulagi stofnanna sem hindrar þátttöku þeirra sem ekki koma? Er aðlögun á okkar ábyrgð?
Samtök fræðslusambanda/VOFO stóð fyrir panelumræðum um hvaða hlutverki frjáls félagasamtök gegna í aðlögunarferlinu. Þátttakendur voru frá Samtökum sykursjúkra, Sambandi norskra lúðrasveita, Rauða krossinum og Fræðslusambandinu menning og hefðir. Framkvæmdastjóri VOFO, Gro Holstad stýrði aðilum í panelnum og lagði fyrir þau brýnar spurningar um viðfangsefni aðlögunar sem frjáls félagsamtök um gervallan Noreg takast á við.
Nánar um Arendalsvikuna