Nám til sjálfbærni

 
Nám til sjálfbærni er ráðstefna um samfélagið sem námsvettvang um sjálfbæra þróun. 
Vofo og NVL munu á þessari ráðstefnu leggja áherslu á væntingar fólks um framfarir og persónulega þroska í samskiptum við fjölskyldu, vini og samstarfsmenn. Í lífvænlegu samfélagi er vettvangur fyrir alla til að láta til sín taka sem virka og jafn réttháa borgara. Ráðstefnunni er ætlað að veita fræðsluaðilum, lýðháskólum, samtökum, sýslum og sveitarfélögum innsýn í, áhuga á og aðild að því hvernig má koma á staðbundnum, sjálfbærum þekkingarsamfélögum. 
Stuðning veita Lýðháskólaráðið, Norræna félagið, Landssamband alþýðufræðslu, Norges Vel, Voksenåsen og norska þekkingarráðuneytið.
Dagskráin er á slóðinni hér fyrir neðan og þar er einnig hægt að skrá sig á ráðstefnuna.