Náms- og starfsráðgjafar á vegum heimastjórnarinnar (Piareersarfik) á Grænlandi tóku þátt í ráðstefnu náms- og starfsráðgjafa í Gautaborg

 

Áður höfðu þeir heimsótt bæði  símenntunarmiðstöðina og símenntunarmiðstöðina í Lyngby í Danmörku.  Piareersarfik-ráðgjafarnir voru ánægðir með árangur heimsóknanna einkum með tilliti til náms- og starfsráðgjafar. Athygli vöktu upplýsingar um ólík kerfi og það var innblástur til daglegra starfa.  Meðal þeirra lykilatriða sem fleiri Piareersarfik-ráðgjafarnir nefndu var hvernig Svíar og einnig fulltrúar annarra landa ræddu um samhæfingu. Oftar en ekki horfum við til Dana eftir fyrirmyndum og þess vegna var gott að fá tækifæri til þess að taka þátt í norrænni ráðstefnu og ræða við félaga frá öðrum Norðurlöndum. Á næsta ári í 12. Viku verður haldin náms- og starfsráðgjafaráðstefna á Grænlandi og Piareersarfik-ráðgjafarnir líta fram til þess að geta kynnt okkar kerfi fyrir kollegum okkar á Norðurlöndunum.
Piareersarfik ráðgjafamiðstöðvar er að finna í öllum stærri bæjum og einstaka sveitarfélögum á Grænlandi og hlutverk þeirra felst í að vera miðstöð fyrir náms- og starfsráðgjöf fyrir einstaklinga sem óska eftir að hefja nám eða störf.

Nánari upplýsingar á heimasíðu þeirra: www.piareersarfik.gl.