Námsbær þróun

Markussen-nefndin mælir með að við sveigjum skoðanir okkar á menntun og færniþróun í átt að færnilíkani þar sem við lærum allt lífið – og vinnum í leiðinni.

 
Mynd: Úttektir norsku ríkisstjórnarinnar, NOU 2019:12 Námsbær þróun Mynd: Úttektir norsku ríkisstjórnarinnar, NOU 2019:12 Námsbær þróun

Nefnd sérfræðinga undir stjórn vísindamanns við Frisch-miðstöðina, Simen Markussen, skilaði skýrslu sem ber heitið Námsbær þróun. Ævinám fyrir umstillingu og samkeppnishæfni (NO. Lærekraftig utvikling. Livslang læring for omstilling og konkurranseevne) (Úttektir norsku ríkisstjórnarinnar, NOU 2019:12) á blaðamannafundi í norska þekkingarráðuneytinu, þriðjudaginn 4. júní. Bæði Jan Tore Sanner, þekkingarráðherra og Iselin Nybø, ráðherra vísinda og æðrimenntunar voru meðal viðstaddra. 

Markussen sagði að sjónarmið aðila atvinnulífsins hefðu verið í öndvegi í vinnunni við úttektina. – Við höfum tekið þátt í mörgum og gagnlegum umræðum og nefndina skipa fulltrúar ólíkra aðila. Einhugur er um niðurstöður skýrslunnar sem hér er lögð fram, sagði hann.  

– Að læra allt lífið verður sífellt mikilvægara. Heimurinn og Noregur eru breytingum undirorpnir. Hnattvæðingin og ný tækni hafa áhrif á okkur öll og krefjast meiri og nýrrar færni. Skýrsla Markussen-nefndarinnar fleytir okkur vel áfram í vinnunni við að þróa fleiri góðar lausnir sem gera okkur kleift að læra allt lífið, segir Gina Lund, framkvæmdastjóri norsku færniþróunarstofnunarinnar, Kompetanse Norge

– Fleiri verða að njóta tilboða og tækifæra til menntunar og þátttöku í námi og til að fá faglega ábót, án þess að kostnaðurinn fyrir einstaklinginn, eða lítil eða meðalstór fyrirtæki verði of mikill. Við hlökkum til að gefa okkur tíma til þess að kynna okkur skýrsluna og tillögur nefndarinnar betur, segir Lund. 

Í skýrslunni eru 50 tillögur um aðgerðir sem í sameiningu eiga að stuðla að því að:  
•    Styrkja framboð til menntunar og fræðslu sem skilgreind er útfrá þörfum atvinnulífsins. 
•    Bæta gæði framboðsins. 
•    Efla aðgengi að menntun og fræðslu fyrir fleiri. 
•    Efla svæðisbundna ábyrgð á samhæfingu og liðsöflun. 

Nefndin leggur fram tillögu um nýtt fyrirkomulag og aðlögun núverandi kerfis að aðstæðum þar sem okkur ber að læra allt lífið. Markmiðið er að fleiri takti þátt í viðeigandi fræðslu af miklum gæðum í samblandi við vinnu eða atvinnuleysi. 

Eftirfylgni 

Skýrslan er mikilvægur grundvöllur fyrir vinnuna við þingsályktunartillöguna Lærum allt lífið sem lögð verður fram á norska Stórþinginu vorið 2020 og  verður send til umsagnar með fresti sem rennur út í september 2019.

Nánar: 

https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/nou-2019-12/id2653116/
https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/nou-2019-12/id2653116/sec7 
https://www.kompetansenorge.no/nyheter/--et-viktig-steg-i-arbeidet-for-livslang-laring/