Námskeið um að koma sér fyrir í lýðskóla – felst í meiru en sænsku

Námskeið um að koma sér fyrir við Kista lýðskólann eru komin á fullt skrið. Bæði þátttakendurnir 17 og kennararnir eru sammála um að námskeiðið sé afar gagnlegt og maður læri langtum meira en bara sænsku.

 
Námskeið um að koma sér fyrir í lýðskóla – felst í meiru en sænsku Magnus Fröderberg/norden.org

Lýðskólanámskeið fyrir þá sem vilja koma sér fyrir eru ný af nálinni, þau eru haldin í samstarfi Alþýðufræðsluráðsins og Vinnumiðlunarinnar að frumkvæði sænsku ríkisstjórnarinnar. Námskeiðið telst fullt nám í sex mánuði og felst í sænskunámi og atvinnuundirbúningi og almennri fræðslu. 

Tölfræði frá Alþýðufræðsluráðinu sýnir að í lok mars höfðu 657 einstaklingar sem voru nýfluttir til Svíþjóðar hafið nám í að koma sér fyrir. Af þeim eru 17 við nám í Kista lýðskólanum í Stokkhólmi og þeir eru afar ánægðir með námið. 

„Okkur finnst námskeiðin góð viðbót við annað nám í lýðskólum. Þátttakendurnir eru gleðigjafar þeir sýna einlægan vilja til þess að  þroskast og eiga samskipti við aðra í skólanum“ segir Samuel Tesfay, kennari og mentor við Kista lýðskólann. 

Nánar á Folkbildning.se.