Námskeið með Norman Amundson

Plats Hotel Natura, Reykjavik

 

Dr. Norman Amundson er prófessor í ráðgjafarsálfræði við Háskólann í Bresku Kólumbíu í Kanada. Hann er heimsþekktur fyrirlesari og kennari á námskeiðum innan náms- og starfsráðgjafar. Í skrifum sínum og fyrirlestrum leggur Amundson áherslu á mátt skapandi hugsunar, ímyndunaraflsins, vitundar um menningu, jákvæðrar afstöðu til lífsins, vonar og virkni. Það er óhætt að kalla Amundson Íslandsvin. Hann hefur fjórum sinnum haldið námskeið á Íslandi og má segja að fyrsta námskeiðið hafi markað tímamót í íslenskri náms- og starfsráðgjöf.