Námsmenn í lýðskólum eru ánægðir með námið

 

Þeir sem lagt hafa stund á nám í lýðskólum eru í heildina ánægðir með það. Þetta kemur fram í matsskýrslunni  „Skrefið áfram - könnun á meðal þeirra sem stunda nám í lýðskólum 2013 (”Steget vidare – undersökning bland folkhögskolans deltagare 2013”) sem alþýðufræðsluráðið gaf út nýlega.

Þeir sem lagt hafa stund á nám í lýðskólum telja að það veiti þeim betri skilyrði til áframhaldandi náms og hafi auk þess styrkt stöðu þeirra á vinnumarkaði. Ennfremur benda margir á að námið hafi örvað áhuga þeirra á málefnum er varða samfélag og menningu. Konur og námsmenn af erlendu bergi brotnu eru ánægðastir með námið.

Matið byggir bæði á megindlegu og eigindlegu efni úr fyrri könnunum þar sem notast hefur verið við spurningalista, símaviðtöl, rýnihópa sem og einstaklingsviðtöl. 

Meira