Námsráðgjöf og raunfærnimat eru mikilvægir þættir ævimenntunar

 

Þetta var meðal þess sem mennta- og menningarmálaráðherra Rigmor Dam lagði fram í opnunarerindi sínu á ráðstefnu um námsráðgjöf í Þórshöfn 28. september 2015, þar sem meginþemað var starfsráðgjöf, starfshæfni og hlutverk náms- og starfsráðgjafar í raunfærnimatsferlinu.

Hún lagði áherslu að að „Ráðgjöf og raunfærnimat skipta miklu við val á starfsferli og þróun starfsfræðslu og starfshæfni. Það er starf sem nær yfir allan menntaferilinn og fullorðinsfræðsluna.“ Ný landsstjórn hefur samþykkt stjórnarsáttmála og sett sér markmið um að skapa tækifæri og skipulag fyrir alla út frá sjónarmiði ævimenntunar þar sem ráðgjöf og raunfærnimat eru mikilvægir þættir. Að loknu ávarpi ráðherrans voru tvær kynningar frá námsráðgjafaneti NVL. Það fyrra var Jan Lindblom, frá Svíþjóð sem kynnti nýja skýrslu NVL  Karrierevalg og karrierelæring. Þá tók Carola Bryggman, frá Finnlandi með erindi um starf netsins um CMS (Career Management Skills) í námskrá framhaldsskóla. Næsta erindi var inngangur að umfjöllun um hlutverk náms- og starfsráðgjafa í raunfærnimati sem Anni Karttunen, sérfræðingur í evrópskri menntastefnu og fulltrúi í sérfræðingafanti NVL um raunfærnimat.  Þá kynnti Gígja Guðmundsdóttir íslenski fulltrúinn í náms- og starfsráðgjafanetinu í fyrsta skipti á Norðurlöndunum nýja skýrslu Guidance in validation. Um bæði þemun var fjallað í hringborðsumræðum í salnum. Meðal meginniðurstaða var  að vinna við mótun starfsferils á að hefjast snemma í grunnskólanum og samþætta beri það  námi á öllum skólastigum, að einstaklingurinn er í brennidepli í raunfærnimatsferlinu, að náms- og starfsráðgjafar gegna lykilhlutverki í ferlinu, að raunfærnimat á ætíð að miðast við hæfniviðmið og að raunfærnimat kemur öllum til góða.

Lesið ávarp ráðherrans „Ráðstevna um CMS og validering“: