Námsstefna um fullorðinsfræðslu í Færeyjum.

 
Að námsstefnunni stendur hópur með fulltrúum frá færeyska menningar- og menntamálaráðuneytinu, Nord Plus Færeyjum og NVL í Færeyjum.
Í tengslum við námsstefnuna hefur verið gott samstarf við stéttarfélög, samtök vinnuveitenda og annara sem hafa áhuga á að þróa tækifæri til fullorðinsfræðslu. Á námstefnunni verða fyrirlesarar frá Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Færeyjum.