Námsstefna um hæfni fullorðinsfræðarans

 

Þar verður fjallað, frá ýmsum sjónarhornum, um hæfnikröfur sem gerðar eru til þeirra sem skipuleggja nám fyrir fullorðna og kenna þeim og hvaða nám stendur þeim til boða. Íslenskir fyrirlesarar munu fjalla um málið frá íslensku sjónarhorni og þrír erlendir gestir gera grein fyrir nýlegum rannsóknum á sviðinu:  Maria Marquard, fulltrúi Dana í NVL mun kynna niðurstöðu kortlagningar á kröfum sem gerðar eru til þeirra sem koma að námi fullorðinna á Norðurlöndunum. Prófessor Bjarne Wahlgren, Miðstöð færniþróunar í Danmörku, DPU, mun fjalla beint um þema dagsins: Hæfni sem fólk sem starfar við nám og kennslu fullorðinna þarf til að starfið beri árangur og prófessor Per-Erik Ellström, Linköbing University mun fjalla um rannsóknir sínar á vinnustaðanámi og afleiðingar þeirra fyrir skipulag fræðslu  og færniþróunar í fyrirtækjum. Áhersla verður lögð á líflegar samræður og skoðanaskipti.

Nánar: HTML