Námsstyrkur til starfstengds náms innan fullorðinsfræðslu

 
Lögin koma í kjölfar samnings milli ríkisstjórnarinnar, KL, Dönsku svæðisráðanna, FTF, LO og AC um tilraun til að auka þátttöku starfsmanna í starfstengdum námskeiðum. Markmiðið er að styrkja fagmennsku þeirra og hreyfanleika með stuttum námskeiðum sem taka mið að sérhæfðum sviðum viðkomandi starfsmenntunar. 
Það hefur áður verið mögulegt að fá námsstyrk til sams konar námskeiða í fullorðinsfræðslu en 1. jan. 2003 var fallið frá því fyrirkomulagi þegar upp kom sú ósk að tryggð yrði markvissari notkun þeirra fjármuna sem voru settir í sjóðinn. 
Starfstengdu námskeiðin spanna frá einni viku upp í fjórar. Markmið námskeiðanna er að endurmennta þátttakendur, sem hafa menntun í greininni, til faglegra starfa skv. kröfum atvinnugreinarinnar í dag.  Þessum sérhæfðu námskeiðum lýkur ekki með prófum og veita þátttakendum því engin formleg réttindi eða prófgráður.
Upptaka námsstyrksins þýðir að þeir, sem hafa starfsmenntun á sviðinu, eiga þess kost að endurnýja fyrri menntun, fá innblástur og að komast fram á við innan starfsgreinarinnar. Faghópar eins og leikskólakennarar, kennarar og hjúkrunarfræðingar fá tækifæri til þess að fara í gegnum stutta endurmenntun , sem er á sviði fyrri menntunar.
Tekur gildi: 1. júlí 2008. 
Sjá meira á www.uvm.dk/08/kurser.htm?menuid=6410