Námstilboð á framhaldsskólastigi fyrir unglinga með sérþarfir

 

Ungu fólki með sérþarfir gefst nú í fyrsta skipti tækifæri til þess að sækja um nám við sérsniðna námsbraut við menntaskólann í Kambsdal.

Nýja námsbrautin felst í fjögurra ára námi í nánu samstarfi menntaskólans og félagmálayfirvalda sem veita unglingum með sérþarfir stuðning. Gert er ráð fyrir að alls átta nemendur njóti kennslu eftir einstaklingsmiðaðri námsskrá. Markmiðið er að efla félagslega, persónulega og faglega færni nemendanna til þess að gera þeim kleift að takast á við hversdagsleikann, fagleg og verkleg viðfangsefni sniðin að þörfum hvers og eins. Námsbrautin byggir á sömu lögmálum og OCN-kerfið (Open College Network), og er þar að auki meðal tillagna að aðgerðum sem komu fram í nýlegri greinargerð sem afhent var ráðherrum félagsmála og menntamála 30 janúar 2015.

Sækið greinargerðina á færeysku

Meira um námsleiðina í umsögn tveggja kennara við menntaskólann í Kambsdal