Nánast allir vinnufærir Íslendingar á vinnumarkaði

 
Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD frá síðasta ári var 91,1% Íslendinga á aldrinum 15-64 ára í vinnu eða að leita að vinnu og því er Ísland það aðildarríki sem kemst næst markmiðinu um að allir vinnufærir menn séu annaðhvort með atvinnu eða leiti hennar. Enn fremur kemur fram að í þeim löndum þar sem þetta hlutfall er lægst sé velferðarkerfið vanþróaðast og það þýði m.a. að konur verði að sjá um börn og aldraða í fjölskyldunum. Þetta endurspeglist m.a. í því, að þar sem hlutfall vinnufærra kvenna sem eru á vinnumarkaði er lægst eru það um 55,8% en á Íslandi er var þetta hlutfall 81,7% á síðasta ári.