Nefndarálit um menntun fyrir unga með sérþarfir

 

Í mörg ár hefur skort á skipulögð námstilboð fyrir unglinga með sérþarfir á Færeyjum. Í nefndarálitinu Serliga skipað miðnám til ung sem var afhent Bjørn Kalsø, menntamálaráðherra og  Annika Olsen, félagsmálaráðherra á blaðamannafundi í menntamála- menningar- og vísindaráðuneytinu þann 30. janúar 2015.

Réttur til náms fyrir alla er staðfestur í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna með Samningi um réttindi fatlaðs fólks. Á grundvelli yfirlýsingarinnar hefur nefndin sem skrifaði umrætt álit lagt fram tillögur og ráðleggingar um hvernig hægt er að hefja undirbúning skipulagðs námstilboðs fyrir unglinga með sérþarfir á aldrinum 16-25 ára þegar í upphafi skólaársins 2015. Að mati vinnuhópsins hafa um það bil 120 nemendur með sérþarfir þörf fyrir sérsniðið nám á framhaldsskólastigi eftir fjögur ár þegar nýtt skipulag hefur verið innleitt að fullu. Báðir ráðherrar eru sammála um að hefja ferlið við upphaf skólaársins í ágúst 2015.

Meira um blaðamannafundinn  

og sækið nefndarálitið