Námskeið, námsstefnur og ráðstefnur teljast til formlauss náms, náms sem ekki er skipulagt og fer fram utan hins formlega menntakerfis.
Í nýju skýrslunni er greint frá þátttöku bæði vinnandi fólks og annarra íbúa. Þar kemur einnig fram hvort námið fór fram á vefnum, og eins eru upplýsingar um lengd námsins.
Megin niðurstöður könnunarinnar:
- Fjórir af hverjum tíu taka þátt í formlausu námi
- Fleiri starfandi konur taka þátt en karlar
- Flestir þátttakendur starfa innan opinbera geirans
- Flestir taka þátt í vefnámskeiðum
- Flestir taka þátt í námi sem tekur færri en átta tíma
Hér er hægt að sækja skýrsluna