Niðurstöður PIAAC könnunarinnar fela í sér áskorun fyrir Dani

Samkvæmt niðurstöðum í PIAAC könnunarinnar, sem OECD stendur fyrir, er árangur Dana ásættanlegur. Danir eru nokkuð yfir meðallagi í reikningi en undir því í lestri og tölvuleikni. Um það bil 600.000 Danir á aldrinum 16-65 ára eru samkvæmt niðurstöðunum slakir í lestri og það er undir meðallagi og afturför frá fyrri könnun OECD frá árinu 1998. Hvað tölvuleikni Dana varðar er frammistaða þeirra á svipuðu róli og meðaltalið í könnun OECD.

 

 

Samkvæmt niðurstöðum í PIAAC könnunarinnar, sem OECD stendur fyrir, er árangur Dana ásættanlegur. Danir eru nokkuð yfir meðallagi í reikningi en undir því í lestri og tölvuleikni. Um það bil 600.000 Danir á aldrinum 16-65 ára eru samkvæmt niðurstöðunum slakir í lestri og það er undir meðallagi og afturför frá fyrri könnun OECD frá árinu 1998. Hvað tölvuleikni Dana varðar er frammistaða þeirra á svipuðu róli og meðaltalið í könnun OECD.

Í Danmörku hafa fullorðnir góða möguleika til þess að leggja stund á bæði almenna og faglega sí- og endurmenntun (EVU). „Danir eru í hópi þeirra þjóða þar sem þátttaka í sí- og endurmenntun er hvað hæst, en það er brýnt að tryggja betri árangur af náminu“ sagðir Christine Antorini, menntamálaráðherra um niðurstöður könnunarinnar. Danska ríkisstjórnin áformar að verja einum milljarði danskra króna aukalega á næsta ári til eflingar sí- og endurmenntunar fullorðinna. 
Það var rannsóknamiðstöð velferðar (SFI) sem framkvæmdi könnunina í Danmörku undir stjórn Anders Rosdahl.

Nánara á heimasíðu menntamálaráðuneytisins 
Sækið niðurstöður könnunarinnar á heimasíðu SFI 

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk