Nordplus-frétt

 

Opið fyrir rafrænan aðgang að umsóknum um styrki úr Nordplus – áætlununum 
Nú hefur verið opnað fyrir aðgang að rafrænum umsóknum á heimasíðu Nordplus áætlananna www.nordplusonline.org. Þar er jafnframt að finna Handbók um Nordplus 2010 bæði á ensku og skandínavísku.

Umsóknarfrestur fyrir styrki úr Nordplus Horisontal rennur út 1.3.2010
Nordplus Horisontal er einn af fjórum hlutum menntaáætlunarinnar Nordplus. Horisontal tekur yfir Nordplus Junior, Nordplus fyrir háskólastigið og Nordplus Voksen og veitir tækifæri til nýs og breiðari samstarfs á sviði ævimenntunar. 
Að umsóknum um verkefni og myndum samstarfsneta verða aðstandendur frá að minnsta kosti aðilar frá tveimur mismunandi skólastigum. Starfsemin getur t.d. falist í samstarfi háskóla og grunnskóla eða á milli starfmenntunar og fullorðinsfræðslu. Styrkir eru veittir til kennslustofnana, stofnana, félaga og annarra sem vinna með menntun og ævimenntun. 
Nánari upplýsingar um áætlunina eru veittar í Nordplushandbókinni sem auk krækju í rafræna umsókn er að finna á slóðinni www.nordplusonline.org