Nordplus verkefni til þess að uppfæra European Quality Mark

 

Haustið 2014  tóku fulltrúar fjögurra landa, Eistlands, Lettlands, Noregs og Íslands saman höndum til þess að endurbæta og þróa gæðastjórnunarkerfið, European Quality Mark (EQM).

Verkefnið er fjármagnað af styrk frá menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir fullorðna  Nordsplus Voksen. EQM er gæðastjórnunarkerfi sem sérstaklega er ætlað fræðsluaðilum sem bjóða upp á óformlegt nám fyrir fullorðna. Kerfið var þróað í samvinnu átta aðila frá jafn mörgum löndum í Evrópu á árunum 2007-2011.

Meira um EQM