1. mars er aftur komið að því að stofnanir sem hýsa fulltrúa Norðurlandanna sem vinna við áætlun ESB er varðar fullorðinsfræðslu, Norrænu ráherranefndarinnar, fulltrúa NVL og stofnananna sem hýsa þá, hittast á fundi. Á reglubundnum fundum þessara aðila er leitað að samlegðaráhrifum á milli áætlana ESB og Norðurlandanna á sviði fullorðinsfræðslu. Samkvæmt dagskránni verður einnig rætt um þróun færni til framtíðar á Norðurlöndum og innleiðingu áætlana ESB um færni. Þar að auki eiga fundarmenn að varpa ljósi á þær áherslur sem leggja verður á á sviði fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum og í Evrópu.