Norðurlöndin funda með ESB

Samlegð, færni til framtíðar og áherslur á komandi árum.

 

1. mars er aftur komið að því að stofnanir sem hýsa fulltrúa Norðurlandanna sem vinna við áætlun ESB er varðar fullorðinsfræðslu, Norrænu ráherranefndarinnar, fulltrúa NVL og stofnananna sem hýsa þá, hittast á fundi. Á reglubundnum fundum þessara aðila er leitað að samlegðaráhrifum á milli áætlana ESB og Norðurlandanna á sviði fullorðinsfræðslu. Samkvæmt dagskránni verður einnig rætt um þróun færni til framtíðar á Norðurlöndum og innleiðingu áætlana ESB um færni. Þar að auki eiga fundarmenn að varpa ljósi á þær áherslur sem leggja verður á á sviði fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum og í Evrópu.