Norðmenn eiga að nýta sér tækifæri sem bjóðast með MOOC

Í júní 2013 tilnefndi norska ríkisstjórnin einstaklinga í nefnd til þess að kanna hvaða tækifæri og áskoranir fylgdu tilkomu svokallaðra MOOCs (Massive Open Online Courses) og sambærilegum tækifærum.

 

Nefndin hefur þegar skilað af  sér áfangaskýrslu með skilmerkilegum ráðleggingum: Nefndin er jákvæð gagnvart MOOC og sambærilegum tilboðum, það er að segja öðrum tegundum fjarnáms eða námi sem sameinar fjarnám- og staðbundið nám. Nefndin telur að Norðmenn eigi að nýta sér tækifærin sem MOOC veita, sem viðbót við eða hluta af æðri menntun í Noregi. Í skýrslunni kemur fram að til þess verði þurfi stjórnvöld og rektorar háskólanna að marka stefnu um hvernig nýta megi tækifærin sem best. Í skýrslunni er fjallað um umfang, fræðsluaðila, og þróun MOOC bæði innanlands og erlendis, hvað það er sem drífur þróunina og hvaða fræðsluaðilar og tilboð ætla megi að nái mestum árangri. Þá er einnig fjallað um hvaða fagleg stuðningskerfi gæti orðið þörf fyrir og hvaða áhrif þróunin gæti haft samfélagsþróun í Noregi frá breiðu sjónarhorni.  Fyrir sumarbyrjun 2014 á nefndin að skila ítarlegri skýrslu með ráðleggingum um hvernig Norðmenn eigi að takast á við þessa þróun.  

Hér má nálgast áfangaskýrsluna: PDF