Norrænn Námshringur - Stjórnun og aðlögun

Námshringurinn á að veita aðstoð við þróun norræns framhaldsnáms fyrir stjórnendur

 
Foto: Pexels Foto: Pexels

Nýi námshringur NVL um þemað “Þátttöka og stjórnun” er bæði í senn framhald og frekari þróun norræna (NVL) frumverkefnisins um umbreytanlega námshringi sem fyrirmynd að samfelldri starfsmiðaðri hæfniþróun, og framkvæmd á mörgum tillögum í norrænu verkefnisskýrslunni um aðlögun og nám fullorðinna ”Inklusion og voksenlæring – for aktiv deltagelse i samfund og arbejdsliv” (2017) (Aðlögun og nám fullorðinna - til virkrar þátttöku í samfélagi og atvinnulífi.)

Námshringurinn á að veita aðstoð við þróun norræns framhaldsnáms fyrir stjórnendur sem hafa viðfangsefnið aðlögun sem mikilvægan hluta starfs síns. Með stýrðri reynsluhlutdeild, íhugun og greiningu eigin verka fá stjórnendurnir nýjar hugmyndir og þekkingu sem opna ný sjónarmið og skilning á áskorunum í daglegu starfi sínu.

Ný tækifæri til aðgerða eru reynd og þau geta leitt til nýrra starfsvenja sem styrkir og gerir stjórnun aðlögunarstarfsins hæfari. Vinnan með námshringina byggir á norrænum hefðum fyrir náms- og hæfniþróun grundvallaða á reynslu og samræðum. Í námshringnum er lögð áhersla á norræna miðlun á reynslu og þekkingu. 

Markhópurinn er norrænir stjórnendur þeirra sviða í sveitarfélögum/landshlutum eða menntastofnunum sem fjalla um aðlögun (inklusion). 

Þátttakendur:

Siv Ekström, Medis; Álandseyjum
Päivi Rosnell, Arbetarinstitutet, Finlandi
Anne Rasmussen, Nordsjællands sprogcenter, Danmörku
Charlotte Ozimek, VUC Nordjylland, Danmörku
Gisli Hvandal, Háskóli Íslands, Íslandi
Goce Dabeski, Eskilstuna kommun, Svíþjóð
Kerstin Johansson, Flen kommun, Svíþjóð
Lilian Ivars, K5, Finnlandi
Per Erik Tilset Larsen, Oplæringsförbund Trondheim, Noregi
Tommy Bergersen, NAV, Noregi

Aðstoðarmanneskjur:

Pirjo Lahdenperä, Mälardalens högskola, Svíþjóð
Maria Marquard, NVL Danmörku