Norræn-baltísk verðlaun Vitus Bering Danmark

 
Vitus Bering Danmark hefur þróað fjarnám fyrir bílstjóra. Námskeiðið nefnist Orkusparandi akstur hóp- og vöruflutningabifreiða og eru tæki sem geta tekið á móti fjarskiptum nýtt sem kennslutæki. Í gegnum farsíma og I-pod fá bílstjórarnir send námsgögn í formi myndskeiða , texta- og hljóðskilaboða. Sveigjanleikinn er í hámarki  - bílstjórar um allan heim taka þátt í námskeiðinu. Í lögbundnum hvíldartímunum sækja þeir sér námskeiðslýsingar og gögn með dæmum og útskýringum. Þeir geta svo þjálfað það sem þeir hafa lært þegar þeir setjast undir stýrið aftur. Námsmat fer fram jafnóðum með könnun á því hversu mikil orka hefur sparast á meðan á námskeiðinu stóð. 
Boldic Award eru norræn-baltísk verðlaun sem eru veitt fyrir einstakt átak í fjarkennslu. Lesið meira á www.nade-nff.no