Norræn málstofa– hluti af heimsráðstefnu

 

Í júní 2011 standa alþjóðlegu fullorðins- og alþýðufræðslusamtökin, International Council for Adult Education (ICAE) fyrir heimsráðstefnu sinni í Svíþjóð. Meginumfjöllunin verður um hlutverk fullorðins- og alþýðufræðslu í heiminum, gert er ráð fyrir allt að 800 þátttakendum.

Í tengslum við heimsráðstefnuna eru skipulagðir mismunandi fundarstaðir: Alþýðufræðsluráðið i Svíþjóð stendur fyrir alþýðufræðsluráðstefnu, evrópsku samtökin EAEA bjóða meðlimum sínum til Evrópufundar og aðalfundar og ráðgjafahópur Norrænuráðherranefndarinnar um fullorðinsfræðslu   (SVL) og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) standa fyrir norrænni málstofu.

Norræna málstofan tengist þemum heimsráðstefnunnar og þar verða niðurstöður frá Confintea VI  um Norðurlöndin sem þekkingarsvæði teknar fyrir. Þátttöku í norrænu málstofunni er hægt að gera í tengslum við skráningu á heimsráðstefnuna. Boð á hana og dagskrá hennar er að finna á heimasíðu NVL á síðunni með dagatali. Einnig er tengill í upplýsingar á heimasíðu ráðstefnunnar.

Nánari upplýsingar um Heimsráðstefnuna, boð og skráning: WWW