Norræn ráðstefna í Danmörku um skipulag náms

 
Í aðfararorðum ráðstefnunnar stendur m.a. „Í dag á nám að vera markvisst, nákvæmt, einstaklingsmiðað, sveigjanlegt og standa til boða þegar nemandinn þarfnast þess og þar að auki er gerð krafa um aukinn árangur af því. Hvernig er hægt að koma til móts við þessar fjölþættu og á stundum mótsagnakenndu þarfir? 
Einn möguleikinn er sá, að í stað þess að einblína um of á hefðbundnar kennsluaðferðir, verði námsumhverfið skipulagt þannig að það námsefni sem auðveldar námið verði nemendum aðgengilegt, sem um leið tryggir, að þeir komi inn í námsumhverfi sem einmitt tekur tillit til krafnanna um markviss vinnubrögð, nákvæmni og einstaklingsmiðað nám.
Ráðstefnan höfðar til leiðbeinanda, kennara, stjórnenda menntunar og kennslu, fræðslustjóra o.fl. á öllum norðurlöndunum. Ráðstefnan fer fram á dönsku, sænsku, norsku og ensku. Fræðimenn og fræðsluaðilar frá Norðurlöndunum flytja spennandi erindi og samhliða verður áhugaverðum indlæg beint að skipuleggjenda fræðslu, stjórnenda og kennara/leiðbeinenda.
Lesið meira á þetta á: www.fluid.dk/arrangementer/organisering-af-laering.aspx