Undirbúningur undir ráðstefnuna er á lokastigi. Þegar skráningu lauk höfðu rúmlega 200 manns hvaðanæva af Norðurlöndum skráð sig til þátttöku. Fleiri hafa látið í ljósi áhuga á að fylgjast með og til þess að mæta þörfum þeirra hefur verið ákveðið að senda erindi aðalfyrirlesara í sameinuðum fundi í beinni útsendingu með streymi.