Norrænar brýr í ævinámi - með streymi!

Undirbúningur undir ráðstefnuna er á lokastigi. Þegar skráningu lauk höfðu rúmlega 200 manns hvaðanæva af Norðurlöndum skráð sig til þátttöku. Fleiri hafa látið í ljósi áhuga á að fylgjast með og til þess að mæta þörfum þeirra hefur verið ákveðið að senda erindi aðalfyrirlesara í sameinuðum fundi í beinni útsendingu með streymi.

 
Norrænar brýr í ævinámi - með streymi! Albert Einarsson

Þá verða sömu fyrirlestrar teknir upp og lagðir út að ráðstefnunni lokinni á heimasíðu NVL. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með fyrirlestrum í streymi eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér. Allar nánari upplýsingar verða sendar út til skráðra þátttakenda.