Ráðstefnan fer fram á ensku og norrænu tungumálunum; dönsku, norsku og sænsku. Norrænir og evrópskir sérfræðingar munu fjalla um fjölbreytt málefni sem brenna á íbúum á Norðurlöndunum öllum. Hvernig geta fræðsluaðilar lagt sitt af mörkum við að efla færni sem nýtist á vinnumarkaði? Hvernig getum við unnið saman að því að viðhalda velferð? Hvernig nýtast rannsóknir í praxís? Hvernig hefur reynsla af ráðgjöf og raunfærnimati fyrir fullorðna haft áhrif á stefnumótun í löndunum? Þessar spurningar eru nokkrar af þeim sem við ætlum að leita svara við.
Á ráðstefnunni verður beitt bæði hefðbundnum aðferðum og kennslufræði Bjarkar Biophilia til þess að koma á nýjum tengingum og samstarfi. Markmiðið er skapandi ráðstefna sem á erindi til þín hvort sem þú starfar í einkageiranum, hjá hinu opinbera, fræðsluaðilum, frjálsum félagasamtökum eða við rannsóknir.
Nánari upplýsingar eru á slóðinni: www.nordvux.net/nordiske-broer-2014
Frestur til að skrá þátttöku hefur verið framlengdur til 15. maí
Sjáumst í Hörpu 10.-11. júní!